Kerfiráður

From
Revision as of 10:01, 11 May 2023 by Kristjan (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum skjámyndakerfi sem keyrir á kerfiráð. Segja má að skjámyndakerfið sé andlit kerfisins (iðntölvan er heilinn) með notendaviðmóti þar sem hægt er að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er að breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun stýrimerkja aftur í tímann. Allt er þetta gert með þægilegu og myndrænu viðmóti til að auðvelda notendum að átta sig á hegðun kerfa.

Hér finnið þið nánari upplýsingar um notkun eftirtalinna undirkerfa:

Hugbúnaðarleyfi

Skjámyndahugbúnaðurinn er leyfisskyldur. Leyfið er virkjað á ákveðinni tölvu og virkar aðeins á þeirri tölvu. Ef það þarf að flytja skjámyndakerfið á aðra tölvu þá verður fyrst að hafa samband við Iðnaðartækni til að taka út leyfið - síðan er hægt að flytja kerfið á nýja tölvu og að lokum virkja leyfið á nýju tölvunni.

MIKILVÆGT! Ef skjámyndakerfið keyrir á sýndarvél er mikilvægt að það vélin flytjist ekki á milli þjóna nema að höfðu samráði við Iðnaðartækni.