Grunnmyndir
Í sumum skjámyndakerfum geta grunnmyndir auðveldað notendum að átta sig á uppsetningu kerfis, staðsetningu bilana o.s.frv.
Grunnmyndir eru aðgengilegar í vinstri valstiku (í eldri kerfum er gjarnan í hægri stiku). Þá kemur upp grunnmynd eins og sú sem sýnd er hér hægra megin. Í grunnmyndinni er hægt að beita nokkrum aðferðum til að draga fram þær upplýsingar sem mestu máli skipta hverju sinni:
- Hægt er að þysja (e. zoom) í grunnmyndinni með því að halda niðri ALT-takkanum á lyklaborðinu og nota skrunhjól (e. scroll) músarinnar.
- Hægt er að flytja grunnmyndina til með því að (halda niðri ALT-takkanum og) draga myndina til með músinni.
- Í hægri valstiku er hægt að velja hvaða lag grunnmyndarinnar er sýnilegt, þannig er hægt að einfalda myndina ef hún inniheldur miklar upplýsingar.
Sumar upplýsingar liggja bara í sjálfri grunnmyndinni en í ákveðnum kerfum er hægt að smella á hlutum í myndinni til að kalla fram nánari upplýsingar.