Viðvaranir
Virkar viðvaranir
Þegar bilun eða frávik verður í kerfinu þá birtist tilkynning um það í viðvaranalista í hægri stiku. Hægt er að skoða ítarlegan viðvaranalista með því að smella á hausnum "Viðvaranir" eða í valstiku: Þjónustumyndir - Virkar Viðvaranir. Í þessum lista kemur fram hvaða viðvörun er virk, hvenær hún varð virk, útskýring á því hvað hefur gerst og hvað er til ráða. Við greinum á milli viðvarana (alvarlegt ástand) og rekstrarfrávika (óæskilegt ástand) og þau birtast með mismunandi litum. Viðvaranir eru rauðar og rekstrarfrávik gul. Þegar frávik er ekki lengur til staðar verður línan hvít með uppfærðri lýsingu og þá er hægt að losna við hana úr listanum með því að tvísmella á línunni. Ef tvísmellt er á virku fráviki þá verður línan hvít en textinn rauður og línan hverfur ekki úr listanum fyrr en leyst hefur verið úr vandamálinu.
Eftirfarandi er merking lita í viðvaranalista:
Eldri viðvaranir
Hægt er að skoða eldri viðvaranir með því að velja "Eldri viðvaranir" í leiðartrénu. Á myndinni sem þar kemur upp er hægt að framkvæma ýmiss konar greiningu á viðvörunum, tíðni þeirra og tíma. Raðað er eftir dálkum með því að smella á haus dálksins. Gögn eru flutt út með því að hægri smella í listanum og velja "Export".