Kerfismyndir
Frá forsíðu kerfiráðar er aðgangur að öllum myndum kerfisins. Farið er í ákveðna mynd með því að ýta á viðkomandi kerfi í valstikunni sem er vinstra megin á skjánum. Litir eru notaðir á skjánum til að flýta skilningi notandans. Rauður litur er notaður fyrir viðvörun og grænn litur þýðir að tæki sé virkt, í lagi eða í gangi.
Í skjámyndakerfum frá Iðnaðartækni eru mæli- og stýrigildi yfirleitt sýnd í skjámyndum með grænum tölum á svörtum bakgrunni. Þetta eru lifandi gildi frá kerfunum og ekki er hægt að breyta þeim beint frá skjámynd. Hins vegar er hægt að breyta óskgildum en þau eru sýnd á annan hátt, sjá nánar grein um óskgildi
Á myndum fyrir loftræsikerfi er hægt að sjá helstu stýrimerki og mæligildi í kerfinu. Grænn þríhyrningur táknar að viðkomandi blásari eða dæla er í gangi en grár þríhyrningur táknar að slökkt sé. Rauður litur táknar bilun. Á kerfismynd loftræsingarinnar er hægt að sjá hversu mikið mótorlokarnir eru opnir og hvert hitastigið er á hinum ýmsu stöðum í kerfinu. Myndin hér til hægri sýnir dæmigerða forhitastýringu
Algengt er að stýrikerfi frá Iðnaðartækni stýri laugarkerfum og heitum pottum. Nánar er fjallað um sundlaugakerfi í öðrum bálki á þessum vef. Táknræn kerfismynd auðveldar skilning á kerfinu og gefur notanda innsýn í virkni þess. Þegar kerfi virðist ekki svara eins og ætlast er til, má oftast sjá ástæðu þess á kerfismynd. Í laugarkerfum er vatni hringrásað frá laug, í gegnum hreinsibúnað og varmaskipti og aftur út í laug. Mismunandi útfærslur eru til fyrir laugarkerfi en almennt eru sömu lögmál hagnýtt.