Óskgildi

From
Jump to: navigation, search
Gluggi til breytingar á óskgildum

Óskgildi í skjámyndakerfum frá Iðnaðartækni eru yfirleitt sýnd með bláum tölum á hvítum bakgrunni. Sum óskgildi liggja inni á skjámyndum viðkomandi kerfis en stundum eru fleiri óskgildi sett saman á sérstaka óskgildamynd.

Til þess að breyta ákveðnu óskgildi er smellt á viðkomandi talnareit og nýtt gildi slegið inn. Hægt er að velja óskgildi fyrir hitastig, þrýsting, tímamörk fyrir dag- og næturkeyrslu, tímalengd á keyrslu kerfa og fleira. Gildum sem hér eru tilgreind er viðhaldið af stýrikerfinu.