Difference between revisions of "Kerfiráður"

From
Jump to: navigation, search
(Created page with "Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum kerfiráð. Með kerfiráð er hægt að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er að breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun st...")
 
(Hver á kerfiráðinn?)
 
(40 intermediate revisions by the same user not shown)
Line 1: Line 1:
Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum kerfiráð. Með kerfiráð er hægt að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun stýrimerkja nokkur ár aftur í tímann. Allt er þetta gert með þægilegu og myndrænu viðmóti til að gera notendum auðveldara fyrir.
+
[[File:Scada_240213a.PNG|right|600px|Mynd í skjámyndakerfi með valstiku til að skoða önnur kerfi]]
 +
''Kerfiráður er þýðing á enska heitinu SCADA system en SCADA stendur fyrir Supervisory Control and Data Acquisition. Við notum yfirleitt orðið '''skjámyndakerfi''' í þessu samhengi.''
  
Í þessum hluta hjálparinnar eru upplýsingar um notkun eftirtalinna undirkerfa:
+
Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum skjámyndakerfi. Segja má að skjámyndakerfið sé andlit kerfisins ([[Iðntölva|iðntölvan]] er heilinn) með notendaviðmóti þar sem hægt er að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er að breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun stýrimerkja aftur í tímann. Allt er þetta gert með þægilegu og myndrænu viðmóti til að auðvelda notendum að átta sig á hegðun kerfa.
* Kerfismyndir
+
 
* Óskgildi
+
Iðnaðartækni smíðar skjámyndakerfi á hugbúnaðarvangi (e. platform) frá [https://iconics.com/en-us/ Iconics]. Nýrri skjámyndakerfi (frá 2023) eru oftast keyrð á sýndarþjónum og viðmót notenda er í gegnum hefðbundinn vafra og er þetta ekki síst kerfisstjórum til mikils hægðarauka.
* Viðvaranir
+
 
* Skráningar
+
'''Tæknikerfi halda eðlilegri virkni jafnvel þótt skjámyndakerfi lokist, iðntölvan er nefnilega heilinn og sér um sjálfa stýringuna.'''
 +
 
 +
Skjámyndakerfið getur verið staðbundið fyrir eitt mannvirki eða miðlægt fyrir eitt eða fleiri mannvirki. Sjá nánar neðar í þessari grein.
 +
 
 +
Hér finnið þið nánari upplýsingar um notkun eftirtalinna undirkerfa:
 +
* [[Kerfismyndir]]
 +
* [[Óskgildi]]
 +
* [[Viðvaranir]]
 +
* [[Síritun]]
 +
* [[Grunnmyndir]]
 +
 
 +
== Hugbúnaðarleyfi ==
 +
Skjámyndahugbúnaðurinn er leyfisskyldur. Nýrri kerfi Iðnaðartækni (frá 2023) eru yfirleitt sett upp með leyfi í skýinu. Það hentar sérlega vel í sýndarumhverfi (e. virtual server) þar sem leyfið heldur fullu gildi þótt sýndarvélin sé flutt á annað "járn". Leyfið situr á kerfiráðnum sjálfum og notendur sem skrá sig inn á kerfið sækja leyfi sitt þangað. Þannig heldur kerfiráðurinn utan um það hversu margir notendur eru skráðir inn hverju sinni. Þegar einn notandi skráir sig út losnar notendaleyfi fyrir aðra.
 +
 
 +
Ef aðstæður bjóða ekki upp á að hafa leyfi í skýinu er leyfið virkjað á ákveðinni tölvu og virkar aðeins á þeirri tölvu. Ef það þarf að flytja skjámyndakerfið á aðra tölvu þá verður fyrst að hafa samband við Iðnaðartækni til að taka út leyfið - síðan er hægt að flytja kerfið á nýja tölvu og að lokum virkja leyfið á nýju tölvunni. '''MIKILVÆGT!''' Ef leyfið er tengt ákveðinni tölvu (ákveðnu "járni") þá er mikilvægt að vélin flytjist ekki á milli þjóna nema að höfðu samráði við [[Iðnaðartækni]].
 +
 
 +
Aðalleyfið er þróunarleyfi sem notað er af Iðnaðartækni til vinnu við kerfið en nýtist einnig öðrum þegar ekki er verið að vinna við kerfið.
 +
 
 +
== Staðbundið skjámyndakerfi ==
 +
[[File:Scada_local.PNG|right|400px|Staðbundið skjámyndakerfi]]
 +
Staðbundið skjámyndakerfi keyrir á PC tölvu á viðkomandi stað. Notendur geta skoðað skjámyndir á sjálfri PC tölvunni eða á annarri tölvu, annað hvort í venjulegum vafra eða með sérstökum hugbúnaði (ekki lengur mælt með því).
 +
 
 +
Skjámyndakerfið á samskipti við hin ýmsu stýrikerfi í gegnum staðarnetið og notast er við samskiptahætti s.s. Modbus TCP, BACnet IP, OPC, KNX, MQTT og REST API. Hægt er að tengjast kerfum og tækjum frá mörgum framleiðendum. Eina skilyrðið er að viðkomandi kerfi eða tæki sé nettengjanlegt og styðji opna samskiptahætti eins og þá sem á undan eru taldir.
 +
 
 +
Staðbundið skjámyndakerfi getur hentað þar sem notandi er með öll sín tæknikerfi í einni byggingu.
 +
 
 +
Á myndinni hér til hliðar er sýnt skjámyndakerfi sem birtir upplýsingar frá einni iðntölvu og tveimur loftræsisamstæðum.
 +
 
 +
<br clear=all>
 +
 
 +
== Miðlægt skjámyndakerfi ==
 +
[[File:Scada_central.PNG|right|1000px|Miðlægt skjámyndakerfi]]
 +
Miðlægt skjámyndakerfi keyrir á tölvuþjóni (gjarnan sýndarvél) í miðlægu tölvuveri. Notendur hafa aðgang að skjámyndakerfinu í gegnum venjulegan vafra. Aðganginum er stjórnað af viðkomandi tölvudeild. Notanda í tölvukerfinu eru þá gefin réttindi til að skoða ákveðin svæði í skjámyndakerfinu. Þannig geta verið notendur sem aðeins geta skoðað eina byggingu, aðrir notendur geta skoðað og stillt kerfi í einni byggingu og enn annar notendahópur hefur full réttindi á öllum byggingum.
 +
 
 +
Samskipti skjámyndakerfisins við tæknikerfin fara um sömu samskiptahætti og taldir eru að ofan. Í þessu tilfelli er nauðsynlegt að tölvukerfi notandans sé byggt upp og því stjórnað þannig að samskipti milli skjámyndakerfis og tæknikerfa séu óhindruð.
 +
 
 +
Með einum miðlægum þjóni sem heldur utan um skjámyndir fyrir marga staði verður viðhald tölvukerfisins einfaldara og auðvelt er að tengja fleiri byggingar og mannvirki inn í kerfið.
 +
 
 +
Stór kostur við að vera með miðlægt skjámyndakerfi er að notendur geta í einu og sama viðmótinu haft eftirlit með mörgum byggingum og mannvirkjum, jafnvel þótt þau séu á víð og dreif um landið. Að sama skapi er einfalt að setja upp mælaborð (e. dashboard) sem sýnir einfaldað yfirlit yfir allar byggingar og öll kerfi og gefur á augabragði upplýsingar um hvort öll tæknikerfi séu í réttri stöðu eða hvort einhvers staðar séu rekstrarfrávik eða bilanir.
 +
 
 +
<br clear=all>
 +
 
 +
== Vélbúnaðarkröfur ==
 +
Vélbúnaður sem keyrir Iconics GENESIS64 skjámyndakerfið þarf að uppfylla ákveðnar kröfur. Vélbúnaður skal settur upp miðað við High kröfur skv. yfirlitsskjali. '''[[Media:Gen64_requirements.pdf|Sjá nánar yfirlit yfir kröfur]]'''.
 +
 
 +
== Hver á kerfiráðinn? ==
 +
[[File:Scada_hagadilar.png|right|400px|Hver á kerfiráðinn?]]
 +
Stundum koma upp spurningar um það hver eigi kerfiráðinn, hver eigi að hýsa hann og hver sé notandinn. Þetta getur orðið flókið t.d. ef einn aðili pantar byggingu, annar aðili hefur bygginguna í sínu eignasafni (fasteignafélag), þriðji aðili sér um framkvæmdina (aðalverktaki) með fjölmörgum undirverktökum og fjórði aðili leigir byggingu og notar hana - jafnvel fleiri leigutakar.
 +
 
 +
Kerfiráðurinn er hluti af tæknikerfum byggingar og því má telja eðlilegast að eigandi byggingarinnar sjái um að hýsa kerfiráðinn og veiti notendum aðgang eftir þörfum. Þannig getur fasteignafélag haft margar byggingar inni á sama kerfiráð, gefið einstökum leigutökum aðgang að þeim byggingum sem leigutakar nota en fasteignafélag getur um leið haft aðgang að öllum byggingum í eignasafninu. Með þessu móti getur viðhalds- og rekstrarsvið fasteignafélags haft yfirumsjón með byggingum félagsins og fylgst með stöðu allra kerfa í öllum byggingum. Einstakir leigutakar geta á sama tíma fylgst með þeim byggingum og stillt þau kerfi sem eru þeim viðkomandi.
 +
 
 +
'''Tökum dæmi''': Ríkisstofnun A óskar eftir byggingu hjúkrunarheimilis. Fasteignafélag B tekur að sér að fjármagna verkefnið og koma byggingunni í rekstur sem hluta af sínu eignasafni. Aðalverktaki C tekur að sér hönnun og framkvæmd. Undirverktakar D (bygging), E (loftræsing), F (pípulagnir), G (raflagnir) og H (Iðnaðartækni) sjá hver um sinn þátt framkvæmdarinnar. Leigutakar I (hjúkrunarþjónusta), J (líkamsræktarstöð) og K (snyrtistofa) leigja hluta byggingarinnar og nota hana fyrir sína starfsemi. Hér væri '''eðlilegt að fasteignafélagið útvegaði sýndarumhverfi fyrir kerfiráð og að fasteignafélagið líti svo á að kerfiráður, stýrikerfi og annar jaðarbúnaður sé hluti af þeirra eignasafni'''. Fasteignafélagið hefur nú fullan aðgang að skjámyndakerfinu og getur gefið leigutökum aðgang að afmörkuðum hlutum kerfisins ef þörf krefur.
 +
 
 +
Þessu má líkja við miðstöðvarofn sem er hluti af því sem leigt er út. Á ofninum er stilliloki sem notendur hafa aðgang að (notendaviðmót) en bæði ofninn og stillilokinn eru hluti af eignasafni fasteignafélagsins.

Latest revision as of 10:10, 15 September 2025

Mynd í skjámyndakerfi með valstiku til að skoða önnur kerfi

Kerfiráður er þýðing á enska heitinu SCADA system en SCADA stendur fyrir Supervisory Control and Data Acquisition. Við notum yfirleitt orðið skjámyndakerfi í þessu samhengi.

Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum skjámyndakerfi. Segja má að skjámyndakerfið sé andlit kerfisins (iðntölvan er heilinn) með notendaviðmóti þar sem hægt er að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er að breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun stýrimerkja aftur í tímann. Allt er þetta gert með þægilegu og myndrænu viðmóti til að auðvelda notendum að átta sig á hegðun kerfa.

Iðnaðartækni smíðar skjámyndakerfi á hugbúnaðarvangi (e. platform) frá Iconics. Nýrri skjámyndakerfi (frá 2023) eru oftast keyrð á sýndarþjónum og viðmót notenda er í gegnum hefðbundinn vafra og er þetta ekki síst kerfisstjórum til mikils hægðarauka.

Tæknikerfi halda eðlilegri virkni jafnvel þótt skjámyndakerfi lokist, iðntölvan er nefnilega heilinn og sér um sjálfa stýringuna.

Skjámyndakerfið getur verið staðbundið fyrir eitt mannvirki eða miðlægt fyrir eitt eða fleiri mannvirki. Sjá nánar neðar í þessari grein.

Hér finnið þið nánari upplýsingar um notkun eftirtalinna undirkerfa:

Hugbúnaðarleyfi

Skjámyndahugbúnaðurinn er leyfisskyldur. Nýrri kerfi Iðnaðartækni (frá 2023) eru yfirleitt sett upp með leyfi í skýinu. Það hentar sérlega vel í sýndarumhverfi (e. virtual server) þar sem leyfið heldur fullu gildi þótt sýndarvélin sé flutt á annað "járn". Leyfið situr á kerfiráðnum sjálfum og notendur sem skrá sig inn á kerfið sækja leyfi sitt þangað. Þannig heldur kerfiráðurinn utan um það hversu margir notendur eru skráðir inn hverju sinni. Þegar einn notandi skráir sig út losnar notendaleyfi fyrir aðra.

Ef aðstæður bjóða ekki upp á að hafa leyfi í skýinu er leyfið virkjað á ákveðinni tölvu og virkar aðeins á þeirri tölvu. Ef það þarf að flytja skjámyndakerfið á aðra tölvu þá verður fyrst að hafa samband við Iðnaðartækni til að taka út leyfið - síðan er hægt að flytja kerfið á nýja tölvu og að lokum virkja leyfið á nýju tölvunni. MIKILVÆGT! Ef leyfið er tengt ákveðinni tölvu (ákveðnu "járni") þá er mikilvægt að vélin flytjist ekki á milli þjóna nema að höfðu samráði við Iðnaðartækni.

Aðalleyfið er þróunarleyfi sem notað er af Iðnaðartækni til vinnu við kerfið en nýtist einnig öðrum þegar ekki er verið að vinna við kerfið.

Staðbundið skjámyndakerfi

Staðbundið skjámyndakerfi

Staðbundið skjámyndakerfi keyrir á PC tölvu á viðkomandi stað. Notendur geta skoðað skjámyndir á sjálfri PC tölvunni eða á annarri tölvu, annað hvort í venjulegum vafra eða með sérstökum hugbúnaði (ekki lengur mælt með því).

Skjámyndakerfið á samskipti við hin ýmsu stýrikerfi í gegnum staðarnetið og notast er við samskiptahætti s.s. Modbus TCP, BACnet IP, OPC, KNX, MQTT og REST API. Hægt er að tengjast kerfum og tækjum frá mörgum framleiðendum. Eina skilyrðið er að viðkomandi kerfi eða tæki sé nettengjanlegt og styðji opna samskiptahætti eins og þá sem á undan eru taldir.

Staðbundið skjámyndakerfi getur hentað þar sem notandi er með öll sín tæknikerfi í einni byggingu.

Á myndinni hér til hliðar er sýnt skjámyndakerfi sem birtir upplýsingar frá einni iðntölvu og tveimur loftræsisamstæðum.


Miðlægt skjámyndakerfi

Miðlægt skjámyndakerfi

Miðlægt skjámyndakerfi keyrir á tölvuþjóni (gjarnan sýndarvél) í miðlægu tölvuveri. Notendur hafa aðgang að skjámyndakerfinu í gegnum venjulegan vafra. Aðganginum er stjórnað af viðkomandi tölvudeild. Notanda í tölvukerfinu eru þá gefin réttindi til að skoða ákveðin svæði í skjámyndakerfinu. Þannig geta verið notendur sem aðeins geta skoðað eina byggingu, aðrir notendur geta skoðað og stillt kerfi í einni byggingu og enn annar notendahópur hefur full réttindi á öllum byggingum.

Samskipti skjámyndakerfisins við tæknikerfin fara um sömu samskiptahætti og taldir eru að ofan. Í þessu tilfelli er nauðsynlegt að tölvukerfi notandans sé byggt upp og því stjórnað þannig að samskipti milli skjámyndakerfis og tæknikerfa séu óhindruð.

Með einum miðlægum þjóni sem heldur utan um skjámyndir fyrir marga staði verður viðhald tölvukerfisins einfaldara og auðvelt er að tengja fleiri byggingar og mannvirki inn í kerfið.

Stór kostur við að vera með miðlægt skjámyndakerfi er að notendur geta í einu og sama viðmótinu haft eftirlit með mörgum byggingum og mannvirkjum, jafnvel þótt þau séu á víð og dreif um landið. Að sama skapi er einfalt að setja upp mælaborð (e. dashboard) sem sýnir einfaldað yfirlit yfir allar byggingar og öll kerfi og gefur á augabragði upplýsingar um hvort öll tæknikerfi séu í réttri stöðu eða hvort einhvers staðar séu rekstrarfrávik eða bilanir.


Vélbúnaðarkröfur

Vélbúnaður sem keyrir Iconics GENESIS64 skjámyndakerfið þarf að uppfylla ákveðnar kröfur. Vélbúnaður skal settur upp miðað við High kröfur skv. yfirlitsskjali. Sjá nánar yfirlit yfir kröfur.

Hver á kerfiráðinn?

Hver á kerfiráðinn?

Stundum koma upp spurningar um það hver eigi kerfiráðinn, hver eigi að hýsa hann og hver sé notandinn. Þetta getur orðið flókið t.d. ef einn aðili pantar byggingu, annar aðili hefur bygginguna í sínu eignasafni (fasteignafélag), þriðji aðili sér um framkvæmdina (aðalverktaki) með fjölmörgum undirverktökum og fjórði aðili leigir byggingu og notar hana - jafnvel fleiri leigutakar.

Kerfiráðurinn er hluti af tæknikerfum byggingar og því má telja eðlilegast að eigandi byggingarinnar sjái um að hýsa kerfiráðinn og veiti notendum aðgang eftir þörfum. Þannig getur fasteignafélag haft margar byggingar inni á sama kerfiráð, gefið einstökum leigutökum aðgang að þeim byggingum sem leigutakar nota en fasteignafélag getur um leið haft aðgang að öllum byggingum í eignasafninu. Með þessu móti getur viðhalds- og rekstrarsvið fasteignafélags haft yfirumsjón með byggingum félagsins og fylgst með stöðu allra kerfa í öllum byggingum. Einstakir leigutakar geta á sama tíma fylgst með þeim byggingum og stillt þau kerfi sem eru þeim viðkomandi.

Tökum dæmi: Ríkisstofnun A óskar eftir byggingu hjúkrunarheimilis. Fasteignafélag B tekur að sér að fjármagna verkefnið og koma byggingunni í rekstur sem hluta af sínu eignasafni. Aðalverktaki C tekur að sér hönnun og framkvæmd. Undirverktakar D (bygging), E (loftræsing), F (pípulagnir), G (raflagnir) og H (Iðnaðartækni) sjá hver um sinn þátt framkvæmdarinnar. Leigutakar I (hjúkrunarþjónusta), J (líkamsræktarstöð) og K (snyrtistofa) leigja hluta byggingarinnar og nota hana fyrir sína starfsemi. Hér væri eðlilegt að fasteignafélagið útvegaði sýndarumhverfi fyrir kerfiráð og að fasteignafélagið líti svo á að kerfiráður, stýrikerfi og annar jaðarbúnaður sé hluti af þeirra eignasafni. Fasteignafélagið hefur nú fullan aðgang að skjámyndakerfinu og getur gefið leigutökum aðgang að afmörkuðum hlutum kerfisins ef þörf krefur.

Þessu má líkja við miðstöðvarofn sem er hluti af því sem leigt er út. Á ofninum er stilliloki sem notendur hafa aðgang að (notendaviðmót) en bæði ofninn og stillilokinn eru hluti af eignasafni fasteignafélagsins.