Difference between revisions of "Kerfiráður"

From
Jump to: navigation, search
(Staðbundið skjámyndakerfi)
(Staðbundið skjámyndakerfi)
Line 21: Line 21:
  
 
Staðbundið skjámyndakerfi getur hentað þar sem notandi er með öll sín tæknikerfi í einni byggingu.
 
Staðbundið skjámyndakerfi getur hentað þar sem notandi er með öll sín tæknikerfi í einni byggingu.
 +
 +
Á myndinni hér til hliðar er sýnt skjámyndakerfi sem birtir upplýsingar frá einni iðntölvu og tveimur loftræsisamstæðum.
  
 
<br clear=all>
 
<br clear=all>

Revision as of 22:25, 16 October 2023

Aðgangur notenda að kerfinu er í gegnum skjámyndakerfi sem keyrir á kerfiráð. Segja má að skjámyndakerfið sé andlit kerfisins (iðntölvan er heilinn) með notendaviðmóti þar sem hægt er að fylgjast með kerfinu vinna, hægt er að breyta óskgildum og skoða bilanir og þróun stýrimerkja aftur í tímann. Allt er þetta gert með þægilegu og myndrænu viðmóti til að auðvelda notendum að átta sig á hegðun kerfa.

Hér finnið þið nánari upplýsingar um notkun eftirtalinna undirkerfa:

Hugbúnaðarleyfi

Skjámyndahugbúnaðurinn er leyfisskyldur. Leyfið er virkjað á ákveðinni tölvu og virkar aðeins á þeirri tölvu. Ef það þarf að flytja skjámyndakerfið á aðra tölvu þá verður fyrst að hafa samband við Iðnaðartækni til að taka út leyfið - síðan er hægt að flytja kerfið á nýja tölvu og að lokum virkja leyfið á nýju tölvunni.

MIKILVÆGT! Ef skjámyndakerfið keyrir á sýndarvél er mikilvægt að vélin flytjist ekki á milli þjóna nema að höfðu samráði við Iðnaðartækni.

Staðbundið skjámyndakerfi

Staðbundið skjámyndakerfi

Staðbundið skjámyndakerfi keyrir á PC tölvu á viðkomandi stað. Notendur geta skoðað skjámyndir á sjálfri PC tölvunni eða á annarri tölvu, annað hvort í venjulegum vafra eða með sérstökum hugbúnaði (ekki lengur mælt með því).

Skjámyndakerfið á samskipti við hin ýmsu stýrikerfi í gegnum staðarnetið og notast er við samskiptahætti s.s. Modbus TCP, BACnet IP, OPC, KNX, MQTT og REST API. Hægt er að tengjast kerfum og tækjum frá mörgum framleiðendum. Eina skilyrðið er að viðkomandi kerfi eða tæki sé nettengjanlegt og styðji opna samskiptahætti eins og þá sem á undan eru taldir.

Staðbundið skjámyndakerfi getur hentað þar sem notandi er með öll sín tæknikerfi í einni byggingu.

Á myndinni hér til hliðar er sýnt skjámyndakerfi sem birtir upplýsingar frá einni iðntölvu og tveimur loftræsisamstæðum.


Miðlægt skjámyndakerfi

Miðlægt skjámyndakerfi

Miðlægt skjámyndakerfi keyrir á tölvuþjóni (gjarnan sýndarvél) í miðlægu tölvuveri. Notendur hafa aðgang að skjámyndakerfinu í gegnum venjulegan vafra. Aðganginum er stjórnað af viðkomandi tölvudeild. Notanda í tölvukerfinu eru þá gefin réttindi til að skoða ákveðin svæði í skjámyndakerfinu. Þannig geta verið notendur sem aðeins geta skoðað eina byggingu, aðrir notendur geta skoðað og stillt kerfi í einni byggingu og enn annar notendahópur hefur full réttindi á öllum byggingum.

Samskipti skjámyndakerfisins við tæknikerfin fara um sömu samskiptahætti og taldir eru að ofan. Í þessu tilfelli er nauðsynlegt að tölvukerfi notandans sé byggt upp og því stjórnað þannig að samskipti milli skjámyndakerfis og tæknikerfa séu óhindruð.

Með einum miðlægum þjóni sem heldur utan um skjámyndir fyrir marga staði verður viðhald tölvukerfisins einfaldara og auðvelt er að tengja fleiri byggingar og mannvirki inn í kerfið.

Stór kostur við að vera með miðlægt skjámyndakerfi er að notendur geta í einu og sama viðmótinu haft eftirlit með mörgum byggingum og mannvirkjum, jafnvel þótt þau séu á víð og dreif um landið. Að sama skapi er einfalt að setja upp mælaborð (e. dashboard) sem sýnir einfaldað yfirlit yfir allar byggingar og öll kerfi og gefur á augabragði upplýsingar um hvort öll tæknikerfi séu í réttri stöðu eða hvort einhvers staðar séu rekstrarfrávik eða bilanir.