Difference between revisions of "Brunalokur"

From
Jump to: navigation, search
 
(25 intermediate revisions by the same user not shown)
Line 1: Line 1:
[[File:Brunaloka01.PNG|right|500px|Iðntölva með spennufæðingu lengst til vinstri, nettengingu í bláum kapli og stýrimerki á einingunum]]
+
== Almennt ==
 +
Brunalokur eru byggðar inn í loftræsistokka til að koma í veg fyrir dreifingu elds og reyks milli brunahólfa. Brunalokur eru með rafstýrðan mótor sem heldur þeim opnum á meðan ástand byggingarinnar er eðlilegt en þær loka við brunaboð sem berast frá brunaviðvörunarkerfi byggingarinnar. Brunalokur eru einnig með bræðivari í stokknum og þegar hitastig við brunavarið fer upp fyrir ákveðin mörk þá rofnar straumur til lokunnar og hún lokar.
  
[[File:Brunalokukerfi01.PNG|right|500px|Iðntölva með spennufæðingu lengst til vinstri, nettengingu í bláum kapli og stýrimerki á einingunum]]
+
Nauðsynlegt er að loftræsisamstæðum sé stýrt í samræmi við stöðu brunaloka vegna þess að þegar brunalokur í kerfi loka þá lokast fyrir loftflæði til og frá samstæðu. Þess vegna þarf að samtengja (1) brunaviðvörunarkerfi, (2) brunalokukerfi og (3) stýrikerfi samstæðu til að tryggja að samstæðan stöðvist þegar brunalokur lokast. Þetta er hægt að leysa á mismunandi vegu:
 +
* Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til brunalokukerfis. Stýrimerki frá brunalokukerfi til samstæðu.
 +
** '''Brunamerki -> Brunalokur -> Samstæða'''
 +
* Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til samstæðu. Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til brunalokukerfis.
 +
** '''Brunamerki -> Brunalokur'''
 +
** '''Brunamerki -> Samstæða'''
  
[[File:BrunalokurGrunnmynd01.PNG|right|500px|Iðntölva með spennufæðingu lengst til vinstri, nettengingu í bláum kapli og stýrimerki á einingunum]]
+
<gallery widths=300px heights=200px >
 +
File:Brunaloka01.PNG|Brunaloka með mótor
 +
File:Brunaloka250826.PNG|Brunaloka með mótor og bræðivari
 +
File:Brunalokustod.PNG|Sérhæfð brunalokustöð
 +
File:Smidi002.jpg|Iðntölva
 +
File:Brunakerfi.PNG|Brunaviðvörunarkerfi
 +
</gallery>
 +
 
 +
Brunalokukerfi er kerfi sem sér um að opna og loka brunalokum, vakta stöðu þeirra og prófa þær með reglulegu millibili. Stöðu hverrar brunaloku er stýrt frá brunalokukerfi og merki um stöðu hverrar loku er vaktað. Brunalokur eru oft tengdar saman tvær og tvær, þeim er stýrt og þær vaktaðar með sameiginlegum merkjum frá brunalokukerfi. Brunalokukerfi er oft sett upp með sérhæfðum brunalokustöðvum en einnig er notast við iðntölvur til stýringar. Hér á eftir er útskýring á þessum tveimur leiðum
 +
 
 +
'''Mikilvægt er að rekstraraðili byggingar hafi þekkingu á því hvernig brunalokum er stýrt og hvernig samspili þeirra við loftræsisamstæður er háttað.'''
 +
 
 +
== Stýring með iðntölvu  ==
 +
[[File:Brunalokukerfi01.PNG|200px|right|Yfirlit yfir brunalokur tengdar við eina stýrivél]]
 +
Ef brunalokum er stýrt frá iðntölvu þá er einfalt að fá fullkomið yfirlit yfir staðsetningu og stöðu hverrar einustu brunaloku í skjámyndakerfinu. Þannig er í skjámyndakerfinu hægt að sjá tengimynd fyrir brunalokur þar sem sést hvaða brunalokur eru tengdar við hvaða stýrivél.
 +
 
 +
=== Stýring ===
 +
 
 +
Svo lengi sem brunaviðvörunarkerfi gefur iðntölvu merki um að allt sé í lagi (lokuð snerta frá brunastöð til iðntölvu) er brunalokunni haldið opinni. Um leið og brunastöðin gefur eldboð er brunalokum lokað.
 +
 
 +
Endarofar á brunalokum gefa iðntölvunni merki um hvort brunalokan sé í tilætlaðri stöðu. Ef loka á að vera opin en hún gefur ekki merki frá endarofa um opna stöðu eru gefin bilunarboð. Sama gildir ef loka á að vera lokuð og hún gefur ekki merki frá endarofa um lokaða stöðu. Loka sem er opin samkvæmt skipun er sýnt með <span style="color: #33FF49;">ljósgrænum</span> lit. Loka sem er lokuð samkvæmt skipun er sýnd með <span style="color: #808000;">mosagrænum</span> lit. Loka sem ekki er í þeirri stöðu sem til er ætlast er sýnd með <span style="color: red;">rauðum</span> lit og viðvörun er gefin í skjámyndakerfi.
 +
 
 +
=== Prófun ===
 +
 
 +
Allar brunalokur eru prófaðar reglulega. Þetta er gjarnan forritað til að gerast einu sinni í viku og eru þá brunalokur keyrðar í báðar endastöður. Ef önnur endastaðan skilar sér ekki er gefin viðvörun í skjámyndakerfinu. Þá þarf að hafa samband við loftræsiverktaka og hann beðinn um að skoða viðkomandi brunaloku, hún gæti hafa keyrt sig fasta eða einhver aðskotahlutur í loftræsistokki hindrað hreyfinu hennar.
 +
 
 +
Ef netsamband við stjórnskáp hefur fallið út getur komið fram viðvörun frá brunalokum á þeim skáp. Þá er venjulega um að ræða "Bilun í lokun" vegna þess að kerfið hefur ekki keyrt regulegan prófunarferil. Hægt er að endursetja þessa bilun með því að smella á viðkomandi brunalokusetti og keyra handvirka prófun.
 +
 
 +
[[Samskipti|Sjá nánar um samskipti í netkerfi.]]
 +
 
 +
<br clear=all>
 +
=== Grunnmynd ===
 +
[[File:BrunalokurGrunnmynd01.PNG|300px|right|Grunnmynd sem sýnir brunalokur]]
 +
Á grunnmynd byggingar sést staðsetning hverrar brunaloku ásamt stöðu hennar og kerfisheiti. Hægt er að þysja inn í grunnmynd með því að halda inni ALT-hnappi á lyklaborði og skruna með músarhjólinu. Hægt er að draga grunnmyndina til með því að halda inni ALT-hnappi og draga myndina til með músinni. [[Grunnmyndir|Sjá nánar grein um grunnmyndir]].
 +
 
 +
<br clear=all>
 +
=== Nánari skoðun ===
 +
[[File:BrunalokurPopup.PNG|200px|right|Sprettigluggi fyrir brunalokur]]
 +
Hægt er að smella á hverri brunaloku, bæði í kerfismynd og grunnmynd, og kemur þá upp sprettigluggi fyrir viðkomandi loku. Í sprettiglugganum sést staða lokunnar og ef hún gefur bilunarboð kemur fram hvaða endarofi er ekki að skila sér. Hægt er að keyra prófun á lokum handvirkt með hnappi í sprettiglugganum, þá keyrir lokan í báðar endastöður. Stundum er hægt að leysa úr bilunum með því að handkeyra prófun á lokum og hefur í slíkum tilvikum lokan líklega keyrt sig fasta en losnar oftar en ekki.
 +
 
 +
Þegar ýtt er á prófunarhnapp verður hann grænn á meðan prófunarferillinn gengur. Innan þessara tveggja mínútna á viðkomandi brunaloka að hafa keyrt í báðar endastöður. Ef brunaloka nær ekki annarri endastöðunni kemur fram í glugganum hvor endastaðan næst ekki.
 +
 
 +
== Stýring með sérhæfðri brunalokustöð ==
 +
Helsti munurinn á notkun brunalokustöðvar og iðntölvu er að iðntölvustýringin gefur möguleika á meiri upplýsingum í skjámyndakerfi og þar með nákvæmari upplýsingar til rekstraraðila ef eitthvað bjátar á. Brunalokustöðvar eru oft takmarkaðar að þessu leyti og geta sumar þeirra bara gefið út eitt merki sem segir hvort brunalokur séu í lagi eða ekki, sem sagt ekki upplýsingar um hverja loku fyrir sig. Hins vegar eru til fullkomnari brunalokustöðvar sem hafa opið samskiptaviðmót (t.d. Modbus) þar sem hægt er að lesa ítarlegri upplýsingar um hverja brunaloku og gefa skipanir til kerfisins. Gott er að hafa þetta í huga þegar valdar eru brunalokustöðvar.

Latest revision as of 10:04, 26 August 2025

Almennt

Brunalokur eru byggðar inn í loftræsistokka til að koma í veg fyrir dreifingu elds og reyks milli brunahólfa. Brunalokur eru með rafstýrðan mótor sem heldur þeim opnum á meðan ástand byggingarinnar er eðlilegt en þær loka við brunaboð sem berast frá brunaviðvörunarkerfi byggingarinnar. Brunalokur eru einnig með bræðivari í stokknum og þegar hitastig við brunavarið fer upp fyrir ákveðin mörk þá rofnar straumur til lokunnar og hún lokar.

Nauðsynlegt er að loftræsisamstæðum sé stýrt í samræmi við stöðu brunaloka vegna þess að þegar brunalokur í kerfi loka þá lokast fyrir loftflæði til og frá samstæðu. Þess vegna þarf að samtengja (1) brunaviðvörunarkerfi, (2) brunalokukerfi og (3) stýrikerfi samstæðu til að tryggja að samstæðan stöðvist þegar brunalokur lokast. Þetta er hægt að leysa á mismunandi vegu:

  • Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til brunalokukerfis. Stýrimerki frá brunalokukerfi til samstæðu.
    • Brunamerki -> Brunalokur -> Samstæða
  • Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til samstæðu. Brunamerki frá brunaviðvörunarkerfi til brunalokukerfis.
    • Brunamerki -> Brunalokur
    • Brunamerki -> Samstæða

Brunalokukerfi er kerfi sem sér um að opna og loka brunalokum, vakta stöðu þeirra og prófa þær með reglulegu millibili. Stöðu hverrar brunaloku er stýrt frá brunalokukerfi og merki um stöðu hverrar loku er vaktað. Brunalokur eru oft tengdar saman tvær og tvær, þeim er stýrt og þær vaktaðar með sameiginlegum merkjum frá brunalokukerfi. Brunalokukerfi er oft sett upp með sérhæfðum brunalokustöðvum en einnig er notast við iðntölvur til stýringar. Hér á eftir er útskýring á þessum tveimur leiðum

Mikilvægt er að rekstraraðili byggingar hafi þekkingu á því hvernig brunalokum er stýrt og hvernig samspili þeirra við loftræsisamstæður er háttað.

Stýring með iðntölvu

Yfirlit yfir brunalokur tengdar við eina stýrivél

Ef brunalokum er stýrt frá iðntölvu þá er einfalt að fá fullkomið yfirlit yfir staðsetningu og stöðu hverrar einustu brunaloku í skjámyndakerfinu. Þannig er í skjámyndakerfinu hægt að sjá tengimynd fyrir brunalokur þar sem sést hvaða brunalokur eru tengdar við hvaða stýrivél.

Stýring

Svo lengi sem brunaviðvörunarkerfi gefur iðntölvu merki um að allt sé í lagi (lokuð snerta frá brunastöð til iðntölvu) er brunalokunni haldið opinni. Um leið og brunastöðin gefur eldboð er brunalokum lokað.

Endarofar á brunalokum gefa iðntölvunni merki um hvort brunalokan sé í tilætlaðri stöðu. Ef loka á að vera opin en hún gefur ekki merki frá endarofa um opna stöðu eru gefin bilunarboð. Sama gildir ef loka á að vera lokuð og hún gefur ekki merki frá endarofa um lokaða stöðu. Loka sem er opin samkvæmt skipun er sýnt með ljósgrænum lit. Loka sem er lokuð samkvæmt skipun er sýnd með mosagrænum lit. Loka sem ekki er í þeirri stöðu sem til er ætlast er sýnd með rauðum lit og viðvörun er gefin í skjámyndakerfi.

Prófun

Allar brunalokur eru prófaðar reglulega. Þetta er gjarnan forritað til að gerast einu sinni í viku og eru þá brunalokur keyrðar í báðar endastöður. Ef önnur endastaðan skilar sér ekki er gefin viðvörun í skjámyndakerfinu. Þá þarf að hafa samband við loftræsiverktaka og hann beðinn um að skoða viðkomandi brunaloku, hún gæti hafa keyrt sig fasta eða einhver aðskotahlutur í loftræsistokki hindrað hreyfinu hennar.

Ef netsamband við stjórnskáp hefur fallið út getur komið fram viðvörun frá brunalokum á þeim skáp. Þá er venjulega um að ræða "Bilun í lokun" vegna þess að kerfið hefur ekki keyrt regulegan prófunarferil. Hægt er að endursetja þessa bilun með því að smella á viðkomandi brunalokusetti og keyra handvirka prófun.

Sjá nánar um samskipti í netkerfi.


Grunnmynd

Grunnmynd sem sýnir brunalokur

Á grunnmynd byggingar sést staðsetning hverrar brunaloku ásamt stöðu hennar og kerfisheiti. Hægt er að þysja inn í grunnmynd með því að halda inni ALT-hnappi á lyklaborði og skruna með músarhjólinu. Hægt er að draga grunnmyndina til með því að halda inni ALT-hnappi og draga myndina til með músinni. Sjá nánar grein um grunnmyndir.


Nánari skoðun

Sprettigluggi fyrir brunalokur

Hægt er að smella á hverri brunaloku, bæði í kerfismynd og grunnmynd, og kemur þá upp sprettigluggi fyrir viðkomandi loku. Í sprettiglugganum sést staða lokunnar og ef hún gefur bilunarboð kemur fram hvaða endarofi er ekki að skila sér. Hægt er að keyra prófun á lokum handvirkt með hnappi í sprettiglugganum, þá keyrir lokan í báðar endastöður. Stundum er hægt að leysa úr bilunum með því að handkeyra prófun á lokum og hefur í slíkum tilvikum lokan líklega keyrt sig fasta en losnar oftar en ekki.

Þegar ýtt er á prófunarhnapp verður hann grænn á meðan prófunarferillinn gengur. Innan þessara tveggja mínútna á viðkomandi brunaloka að hafa keyrt í báðar endastöður. Ef brunaloka nær ekki annarri endastöðunni kemur fram í glugganum hvor endastaðan næst ekki.

Stýring með sérhæfðri brunalokustöð

Helsti munurinn á notkun brunalokustöðvar og iðntölvu er að iðntölvustýringin gefur möguleika á meiri upplýsingum í skjámyndakerfi og þar með nákvæmari upplýsingar til rekstraraðila ef eitthvað bjátar á. Brunalokustöðvar eru oft takmarkaðar að þessu leyti og geta sumar þeirra bara gefið út eitt merki sem segir hvort brunalokur séu í lagi eða ekki, sem sagt ekki upplýsingar um hverja loku fyrir sig. Hins vegar eru til fullkomnari brunalokustöðvar sem hafa opið samskiptaviðmót (t.d. Modbus) þar sem hægt er að lesa ítarlegri upplýsingar um hverja brunaloku og gefa skipanir til kerfisins. Gott er að hafa þetta í huga þegar valdar eru brunalokustöðvar.