Samskipti

From
Jump to: navigation, search
Lifandi mynd af netkerfi

Stýrikerfi eru oftar en ekki byggð upp af iðntölvum, I/O einingum og öðrum tækjum á TCP/IP neti (Ethernet). Í slíkum tilvikum er í skjámyndakerfinu hægt að skoða lifandi mynd af netkerfinu. Þessa mynd fær maður upp með því að velja Samskipti (eða Netkerfi) í valstikunni.

Á þessari mynd er netkerfið teiknað upp með tengingum sem breyta litum eftir því hvort samskipti eru í lagi eða ekki. Ef samskipti við eitthvert tæki eru óvirk verður tengingin rauð og gefin er viðvörun í skjámyndakerfinu. Ýmsar ástæður geta verið fyrir slíku fráviki, m.a.

  • Stjórnskápur spennulaus
  • Netkapall aftengdur á iðntölvu, sviss eða annars staðar í netkerfinu
  • Uppsetningu netkerfisins hefur verið breytt - í þessu tilviki þarf aðstoð tölvudeildarinnar sem stjórnar netkerfinu

Á samskiptamyndinni er ennfremur hægt að smella á stjórnskápum til að fá nánari upplýsingar t.d. um staðsetningu, IP-tölu og fleira.

Sjá nánari upplýsingar um uppsetningu netkerfis í annarri grein.