Um stýrikerfi

From
Jump to: navigation, search

Um stýrikerfi

Styrikerfi 240213.PNG

Tilgangur stýrikerfisins er að halda undirkerfum við stöðugt ástand eftir óskum notenda. Hér til hliðar er einfölduð skýringarmynd af stýrikerfi.

  • Neðst eru jaðartæki, t.d. dæla, hitanemi, mótor og loki. Öll stjórntæki kerfisins eru í þessum flokki. Þau taka við skipunum frá iðntölvu og senda upplýsingar til hennar. Líkja má jaðartækjum við skynfæri og vöðva mannsins.
  • Iðntölva stýrir jaðartækjum og fær upplýsingar frá þeim og með þessum hæfileika getur iðntölvan stýrt kerfinu í röklegu samhengi. Iðntölvan er heilinn í kerfinu og það er í iðntölvunni sem mikilvægustu þættir stýringarinnar liggja.
  • Kerfiráður tengist iðntölvu, sækir þaðan upplýsingar og sendir skipanir ef þörf er á (breyta óskgildum, kveikja/slökkva á tækjum o.fl.). Kerfiráðurinn er ekki nauðsynlegur til að kerfið virki rétt en án kerfiráðar er erfitt að eiga samskipti við iðntölvuna. Kerfiráðurinn er andlit kerfisins, þ.e. skiljanlegt samskiptaviðmót milli iðntölvu og stjórnanda.
  • Efst á myndinni er stjórnandinn. Hann er sá sem fylgist með stöðu kerfisins og gefur skipanir til þess í gegnum kerfiráðinn.


Annar vinkill

Topology01.png

Ofangreinda skýringu má setja upp á ýmsan hátt eins og sjá má í myndinni til hliðar sem sótt er frá hinni norsku vefsíðu ITB guiden.

Í greininni sem vísað er í er m.a. bent á að hegðun kerfanna er óháð efsta laginu (administrasjonsnivå), þ.e.a.s. kerfin halda sinni virkni jafnvel þótt kerfiráður stöðvist eða missi samband við undirliggjandi kerfi. Kerfiráðurinn sýnir aðeins andlit kerfanna en sjálf stýringin fer fram í millilaginu (automatiseringsnivå), þar situr sem sagt heili (eða heilar) kerfanna. Á neðsta laginu (feltnivå) er búnaður úti í mörkinni, nemar, dælur, stjórnlokar o.fl. og þessi búnaður hlýðir fyrirmælum millilagsins.

Samskipti á milli efstu laganna (admin-auto) eru oftast borin á TCP/IP samskiptum með þeim samskiptaháttum sem kerfin styðja, s.s. Modbus TCP, BACnet IP, OPC o.fl.

Samskipti á milli neðstu laganna (auto-felt) eru gjarnan harðvíruð I/O merki en einnig borin á raðtengdum brautum (serial bus, RS485) með ýmsum samskiptaháttum s.s. Modbus RTU, BACnet MS/TP, KNX o.fl.