Difference between revisions of "Grunnatriði laugakerfa"

From
Jump to: navigation, search
Line 1: Line 1:
 
[[File:Sundlaugakerfi.PNG|right|700px|Sundlaugakerfi með hringrás]]
 
[[File:Sundlaugakerfi.PNG|right|700px|Sundlaugakerfi með hringrás]]
 
Flest sundlaugakerfi í dag eru byggð upp með hringrásardælingu, jöfnunargeymi, sandsíum og varmaskiptum. Hér er tilgangur og virkni hvers hluta skýrð.
 
Flest sundlaugakerfi í dag eru byggð upp með hringrásardælingu, jöfnunargeymi, sandsíum og varmaskiptum. Hér er tilgangur og virkni hvers hluta skýrð.
 +
 +
Myndin hér til hliðar sýnir sígilda hönnun sem er vel þekkt og útbreidd á Íslandi. Myndin er úr Gangverki, fréttabréfi VST, 2. tbl. 2. árgangur, nóvember 2001.
  
 
== Sýnataka ==
 
== Sýnataka ==
Line 9: Line 11:
  
 
== Sandsía ==
 
== Sandsía ==
Nánar er fjallað um sandsíur í kafla um [[Hreinsikerfi laugakerfa|hreinsikerfi]].
+
Hringrásardælur dæla laugarvatninu í gegnum sandsíur. Vatnið fer þá að ofan inn í tank sem er hálffullur af sandi og vatnið fer út úr tankinum að neðan og sitja óhreinindi þá eftir í sandinum. Sandsíur eru reglulega bakskolaðar til að hreinsa sandinn. Nánar er fjallað um sandsíur í kafla um [[Hreinsikerfi sundlaugakerfa|hreinsikerfi]].
  
 
== Varmaskiptir ==
 
== Varmaskiptir ==
 +
Hluti hringrásarvatnsins er tekinn í gegnum varmaskipti þar sem vatnið er hitað upp til þess að viðhalda réttu hitastigi á lauginni. Nánar er fjallað um hitastýringu í kafla um [[Hitastýring sundlaugakerfa|hitastýringu]].
  
 
== Klórgjöf ==
 
== Klórgjöf ==
 +
Almenn óhreinindi eru síuð úr vatninu í sandsíunum og til að tryggja heilnæmi vatnsins enn betur er klór bætt inn í hringrásina. Klórnemi í sýnatökulögn gefur þá merki til klórstöðvar sem sér síðan um að stjórna dælu sem sendir stutta púlsa með klór inn í hringrásarlögnina áður en vatnið fer aftur til laugar.

Revision as of 16:02, 4 November 2022

Sundlaugakerfi með hringrás

Flest sundlaugakerfi í dag eru byggð upp með hringrásardælingu, jöfnunargeymi, sandsíum og varmaskiptum. Hér er tilgangur og virkni hvers hluta skýrð.

Myndin hér til hliðar sýnir sígilda hönnun sem er vel þekkt og útbreidd á Íslandi. Myndin er úr Gangverki, fréttabréfi VST, 2. tbl. 2. árgangur, nóvember 2001.

Sýnataka

Dæla á sýnatökulögn flytur vatn frá laugarkerinu og skilar því oftast í jöfnunartank. Á sýnatökulögninni er hitanemi sem stjórnkerfið túlkar sem raunverulegan laugarhita og stýrir hitakerfinu út frá þessu. Þess vegna er mikilvægt að taka ekki sýnatökulögn úr rennu heldur úr hliðarvegg laugar þar sem vatnið kólnar við yfirfleytingu í rennu. Á sýnatökulögninni er einnig mældur styrkur klórs og sýrustig í laugarvatninu.

Jöfnunargeymir

Jöfnunargeymir er stór tankur sem tryggir stöðugt vatnsborð í laugarkerinu. Jöfnunargeymirinn er hluti af hringrásinni og vatn fer beint frá lauginni í jöfnunartankinn áður en það heldur áfram um hringrásarkerfið. Í jöfnunartankinum er sem sagt sama vatn og í laugarkerinu. Ef margir gestir koma í laug (eða pott) samtímis þá flæðir vatn út í rennur en þetta vatn hverfur ekki úr kerfinu heldur er geymt í jöfnunartanki og þegar fólk fer aftur upp úr laug/potti þá er kerfið tilbúið með vatn við rétt hitastig til að fylla aftur á kerið.

Sandsía

Hringrásardælur dæla laugarvatninu í gegnum sandsíur. Vatnið fer þá að ofan inn í tank sem er hálffullur af sandi og vatnið fer út úr tankinum að neðan og sitja óhreinindi þá eftir í sandinum. Sandsíur eru reglulega bakskolaðar til að hreinsa sandinn. Nánar er fjallað um sandsíur í kafla um hreinsikerfi.

Varmaskiptir

Hluti hringrásarvatnsins er tekinn í gegnum varmaskipti þar sem vatnið er hitað upp til þess að viðhalda réttu hitastigi á lauginni. Nánar er fjallað um hitastýringu í kafla um hitastýringu.

Klórgjöf

Almenn óhreinindi eru síuð úr vatninu í sandsíunum og til að tryggja heilnæmi vatnsins enn betur er klór bætt inn í hringrásina. Klórnemi í sýnatökulögn gefur þá merki til klórstöðvar sem sér síðan um að stjórna dælu sem sendir stutta púlsa með klór inn í hringrásarlögnina áður en vatnið fer aftur til laugar.