Spurningar og svör

From
Jump to: navigation, search

Kerfismyndir

Hvað þýðir grár þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er stopp.

Hvað þýðir grænn þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er í gangi.

Hvað þýðir rauður þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er biluð. Rauður litur er alltaf notaður til viðvörunar í kerfinu.

Skráningar

Af hverju fer gildi stundum í núll?
Þetta gerist þegar kerfiráðurinn er ekki í gangi og einnig þegar nemi er aftengdur.

Af hverju skýst gildi stundum í risastóra tölu?
Þetta getur gerst þegar nemi er aftengdur en það getur einnig bent til villu í stýrikerfi.

Hugbúnaður

Hvers vegna svara skjámyndir seint?
Ef skjámyndir eru innan við 5 sekúndur að svara má telja það eðlilegan tíma til að sækja gögn, ýmist frá stýrikerfi eða úr gagnagrunni. Ef svartíminn er meiri en 10 sekúndur hefur líklega orðið árekstur í kerfiráðnum og besta ráðið er að endurræsa hann.

Vélbúnaður

Er óhætt að slökkva á kerfiráð á meðan kerfi hússins eru í gangi?
Já, en helst aðeins til endurræsingar. Kerfiráðurinn er bara andlit kerfisins og sér raunverulega ekki um neina stýringu. Ástæðan fyrir því að kerfiráðurinn skal hafður í gangi er sú að hann er að safna gögnum og halda utan um viðvaranir

Hvað gerist ef spenna fer af iðntölvunni?
Ef iðntölvan missir spennu þá hættir hún að vinna og slekkur á öllum tækjum sem hún stýrir. Um leið og spennan kemur aftur þá fer iðntölvan beint í RUN-ham og heldur áfram að vinna eins og venjulega.