Snjóbræðslukerfi

From
Jump to: navigation, search
Dæmigert snjóbræðslukerfi

Snjóbræðslukerfi sjá um að halda yfirborði utanhúss frostfríu og þannig koma í veg fyrir hálku.

Snjóbræðslukerfi nota gjarnan affall frá hitakerfum hússins til að ná grunnhita. Til viðbótar við þetta er heitu vatni frá hitaveitu stýrt inn á varmaskipti til að tryggja óskgildi í framrás/bakrás.

Stundum koma upp bilanir í snjóbræðslukerfum (dæla bilar, stjórnloki bilar o.s.frv.) og leiða til þess að hitastig í hringrás fellur langt niður fyrir óskgildi. Ef hitastig í hringrás fellur niður undir frostmark er hætta á því að varmaskiptirinn skemmist. Þess vegna er sett upp frostvarnarvirkni í kerfinu, þá fylgist kerfið með hitastigi í bakrás snjóbræðsluhringrásarinnar og ef þetta hitastig fellur undir hættumörk þá er hringrásardælan stöðvuð og stjórnlokinn fullopnaður til þess að tryggja varmaskiptinn. Um leið er gefin viðvörun til notanda.

Reglun

Snjóbræðslukerfum er yfirleitt stýrt til að halda ákveðnu hitastigi í bakrás frá stétt. Framrásarhitastigið er þá reglað innan ákveðinna marka með það að markmiði að halda bakrásarhitanum réttum.

Æskilegt er að hafa þrýstinema í hringrás þannig að hægt sé að gefa viðvörun ef þrýstingurinn fellur, t.d. við leka í hringrás.

Snjónemi

Staðsetning snjónema

Hægt er að koma snjónema fyrir í jörð þar sem snjóbræðsla liggur. Snjóneminn skynjar hitastig og raka og gefur boð til stýrikerfis þegar hita þarf yfirborðið til snjóbræðslu. Snjónemann á að steypa fastan í yfirborð flatarins og leggja streng frá honum inn í stjórntöflu. Neminn á að vera á milli snjóbræðslulagna, sjá staðsetningu á mynd.