Snjóbræðslukerfi

From
Revision as of 10:14, 14 November 2022 by Kristjan (talk | contribs) (Created page with "right|600px|Dæmigert snjóbræðslukerfi Snjóbræðslukerfi sjá um að halda yfirborði utanhúss frostfríu og þannig koma í veg fyrir...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Dæmigert snjóbræðslukerfi

Snjóbræðslukerfi sjá um að halda yfirborði utanhúss frostfríu og þannig koma í veg fyrir hálku.

Snjóbræðslukerfi nota gjarnan affall frá hitakerfum hússins til að ná grunnhita. Til viðbótar við þetta er heitu vatni frá hitaveitu stýrt inn á varmaskipti til að tryggja óskgildi í framrás/bakrás.

Stundum koma upp bilanir í snjóbræðslukerfum (dæla bilar, stjórnloki bilar o.s.frv.) og leiða til þess að hitastig í hringrás fellur langt niður fyrir óskgildi. Ef hitastig í hringrás fellur niður undir frostmark er hætta á því að varmaskiptirinn skemmist. Þess vegna er sett upp frostvarnarvirkni í kerfinu, þá fylgist kerfið með hitastigi í bakrás snjóbræðsluhringrásarinnar og ef þetta hitastig fellur undir hættumörk þá er hringrásardælan stöðvuð og stjórnlokinn fullopnaður til þess að tryggja varmaskiptinn. Um leið er gefin viðvörun til notanda.