Spurningar og svör

From
Revision as of 10:38, 19 August 2022 by Kristjan (talk | contribs) (Created page with "== Kerfismyndir == '' Hvað þýðir grár þríhyrningur inni í dælu? '' <br> Dælan er stopp. '' Hvað þýðir grænn þríhyrningur inni í dælu? '' <br> Dælan er í...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Kerfismyndir

Hvað þýðir grár þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er stopp.

Hvað þýðir grænn þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er í gangi.

Hvað þýðir rauður þríhyrningur inni í dælu?
Dælan er biluð. Rauður litur er alltaf notaður til viðvörunar í kerfinu.

Skráningar

Af hverju fer gildi stundum í núll?
Þetta gerist þegar kerfiráðurinn er ekki í gangi og einnig þegar nemi er aftengdur.

Af hverju skýst gildi stundum í risastóra tölu?
Þetta getur gerst þegar nemi er aftengdur en það getur einnig bent til villu í stýrikerfi.

Hugbúnaður

Hvers vegna svara skjámyndir seint?
Ef skjámyndir eru innan við 5 sekúndur að svara má telja það eðlilegan tíma til að sækja gögn, ýmist frá stýrikerfi eða úr gagnagrunni. Ef svartíminn er meiri en 10 sekúndur hefur líklega orðið árekstur í kerfiráðnum og besta ráðið er að endurræsa hann.

Vélbúnaður

Er óhætt að slökkva á kerfiráð á meðan kerfi hússins eru í gangi?
Já, en helst aðeins til endurræsingar. Kerfiráðurinn er bara andlit kerfisins og sér raunverulega ekki um neina stýringu. Ástæðan fyrir því að kerfiráðurinn skal hafður í gangi er sú að hann er að safna gögnum og halda utan um viðvaranir