Prófanir og gangsetning

From
Revision as of 10:13, 9 September 2022 by Kristjan (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Iðnaðartækni kemur yfirleitt á verkstað undir lok verktímabils. Þá á allur tæknibúnaður og öll tæknikerfi að vera tilbúinn til prófana. Þegar verk eru unnin á skipulegan hátt gengur gangsetningin fljótt og vel fyrir sig.

Prófanir

Prófanir á verkstað

Fyrsta verkefni Iðnaðartækni á verkstað er að prófa merki til og frá öllum tækjum (I/O prófanir). Í þessum fasa er hvert tæki fyrir sig prófað og staðfest að rétt tæki sé tengt við réttan inngang í stjórntöflu. Þetta er hægt að gera t.d. með því að aftengja/tengja nema, keyra stjórnloka í endastöður, gefa ræsimerki út á mótora og staðfesta af/á merki frá tvístöðutækjum. Þetta er ekki prófun á heildarvirkni kerfa enda hefur á þessu stigi engin stýring verið virkjuð.

Í prófunarfasa þurfa tæknilegir verktakar að vera til taks; rafvirki, pípari og blikkari. Rafvirki þarf að fylgja Iðnaðartækni við prófun á hverjum punkti og aðrir verktakar gætu þurft að skýra út virkni síns búnaðar eða leiðrétta uppsetningu.

Gangsetning

Þegar I/O prófunum er lokið er stýring virkjuð fyrir eitt kerfi í einu og virknin prófuð og staðfest. Gangsetningarfasinn getur tekið nokkra daga, kerfin eru með öðrum orðum ekki komin með heildarvirkni strax eftir I/O prófanir.

Í gangsetningarfasa er skjámyndakerfið líka prófað og lagað betur að verkefninu.

Tékklisti

Hvað þarf að vera tilbúið til þess að prófanir og gangsetning gangi vel:

  • Allur jaðarbúnaður settur upp og tengdur við stjórntöflu.
    • Ekki tengja í töflu fyrr en tengt hefur verið á jaðarbúnaði
  • Modbus búnaður stilltur með rétta adressu og samskiptahraða. Sjá nánar í kafla um Modbus.
    • Modbus netið skrásett af rafverktaka í lista með röð tækja á brautinni.
    • Modbus strengir merktir í báða enda þannig að ljóst sé hvaða tæki séu næst á undan og eftir.
  • Loftræsisamstæður tilbúnar, stilltar og klárar fyrir ræsingu.
  • Stjórntafla yfirfarin af rafvirkja og tilbúin til spennusetningar.
  • Opið fyrir heitt og kalt vatn að öllum kerfum.
  • Frítt aðgengi að öllum jaðarbúnaði. Ekki má loka búnað inni í vegg eða lofti fyrr en hann hefur verið prófaður.
  • Tækjanet tilbúið með allar stjórntölvur og I/O einingar á neti.
    • VPN tenging milli Iðnaðartækni og tækjanets virk.
    • Opinn eldveggur milli kerfiráðar og tækjanets, sjá nánar í kafla um uppsetningu netkerfis.

Ef prófanir og gangsetning fara fram í fleiri áföngum er hætta á að verktakar missi yfirsýn og að verkið sé ekki almennilega klárað. Slíkt niðurbrot í lokafasanum kostar alla verktaka mikinn tíma og kostnaðarsaman tvíverknað.