Prófanir og gangsetning

From
Revision as of 13:54, 8 September 2022 by Kristjan (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Iðnaðartækni kemur yfirleitt á verkstað undir lok verktímabils. Þá á allur tæknibúnaður og öll tæknikerfi að vera tilbúinn til prófana. Þegar verk eru unnin á skipulegan hátt gengur gangsetningin fljótt og vel fyrir sig.

Hvað þarf að vera tilbúið til þess að prófanir og gangsetning gangi vel:

  • Allur jaðarbúnaður settur upp og tengdur við stjórntöflu.
    • Ekki tengja í töflu fyrr en tengt hefur verið á jaðarbúnaði
  • Modbus búnaður stilltur með rétta adressu og samskiptahraða. Sjá nánar í kafla um Modbus.
  • Frítt aðgengi að öllum jaðarbúnaði. Ekki má loka búnað inni í vegg eða lofti fyrr en hann hefur verið prófaður.
  • Tækjanet tilbúið með allar stjórntölvur og I/O einingar á neti.
    • VPN tenging milli Iðnaðartækni og tækjanets virk
    • Opinn eldveggur milli kerfiráðar og tækjanets, sjá nánar í kafla um uppsetningu netkerfis.
  • Loftræsisamstæður tilbúnar, stilltar og klárar fyrir ræsingu.

Ef prófanir og gangsetning fara fram í fleiri áföngum er hætta á að menn missi yfirsýn og að verkið sé ekki almennilega klárað. Slíkt niðurbrot í lokafasanum kostar alla verktaka mikinn tíma og kostnaðarsaman tvíverknað