Difference between revisions of "Loftræsisamstæður"

From
Jump to: navigation, search
Line 1: Line 1:
 +
[[File:Ahu01.PNG|right|500px|Loftræsisamstæða með varmahjóli]]
 
Loftræsisamstæður eru samsettar úr spjaldlokum, loftsíum, viftum, varmagjöfum, nemum, stjórnlokum o.fl. Hlutverk loftræsisamstæðna er að blása fersklofti inn í rými og draga notað loft út úr rými.
 
Loftræsisamstæður eru samsettar úr spjaldlokum, loftsíum, viftum, varmagjöfum, nemum, stjórnlokum o.fl. Hlutverk loftræsisamstæðna er að blása fersklofti inn í rými og draga notað loft út úr rými.
  

Revision as of 08:37, 22 August 2022

Loftræsisamstæða með varmahjóli

Loftræsisamstæður eru samsettar úr spjaldlokum, loftsíum, viftum, varmagjöfum, nemum, stjórnlokum o.fl. Hlutverk loftræsisamstæðna er að blása fersklofti inn í rými og draga notað loft út úr rými.

Stýring

Loftræsisamstæður eru ýmist settar upp með sjálfstæðri stjórnstöð frá framleiðanda eða með sérhannaðri stýringu.

  • Sjálfstæð stjórnstöð er sett upp af loftræsiverktaka og stillt þannig að samstæðan gefi rétt loftmagn eða þrýsting og þannig að innblásturshitinn haldist stöðugur. Hægt er að tengja slíkar stjórnstöðvar við hússtjórnarkerfi með harðvíruðum merkjum frá iðntölvu (t.d. ræsing og bilun) og/eða með samskiptastaðli eins og Modbus (ítarlegri upplýsingar fyrir skjámyndakerfi). Bilanir í samstæðum með sjálfstæða stjórnstöð eru yfirleitt leystar af loftræsiverktaka.
  • Sérhönnuð stýring er sett upp af stjórnkerfisverktaka og sömu stillingar eru gerðar og fyrir sjálfstæðar stjórnstöðvar. Einn helsti kostur við sérhannaða stýringu er að einfaldara er að laga hegðun samstæðunnar að óskum verkkaupa. Þessi stýring er útfærð með iðntölvu sem hefur bein samskipti við skjámyndakerfi eða annað notendaviðmót. Bilanir í samstæðum með sérhannaða stýringu getur loftræsiverktæki oft leyst en stundum þarf stjórnkerfisverktaki að aðstoða við lausnina.

Varmaendurvinnsla

Flestar loftræsisamstæður endurnýta varma úr loftinu sem sogað er út. Með varmaendurvinnslu eykst orkunýtni loftræsisamstæðna verulega auk þess sem varmaendurvinnslan auðveldar eftirhitun á loftinu. Varmi er fluttur úr útsogsstokki yfir í innblástursstokk og er þetta gert á ýmsan hátt:

* Varmahjól er stórt hjól með ristum. Hjólið snýst stöðugt og ristarnar hafa beina snertingu við útsogsloft og innblástursloft. Þegar ristarnar liggja í útsogsloftinu hitna þær og sækja þannig varmaorku sem annars væri blásið beint út. Þegar ristarnar leggjast í innblástursloftið flyst varminn í ferkloftið og hitastigið í loftinu hækkar. Með auknum snúningshraða varmahjóls eykst varmaflutningur. Varmahjol01.PNG
* Vökvaendurvinnsla er byggð upp með varmaflötum (varmaskiptir) í útsogs- og innblástursstokkum. Varmafletirnir eru tengdir saman með vökvarás (vatn blandað með frostlegi) sem er hringrásað milli varmaflatanna. Varmaorka er tekin upp í útsogsloftinu og flutt yfir í innblástursloftið. Með auknum snúningshraða hringrásardælu eykst varmaflutningur. Vokvaendurvinnsla01.PNG
* Víxlendurvinnsla fer þannig fram að innblástursloft og útsogsloft er dregið í gegnum loftvarmaskipti þar sem loft úr hvorri átt flæðir sitt hvoru megin við hitafletina. Þannig færist varmorkan beint úr útsogsloftinu yfir í innblástursloftið. Krossendurvinnsla01.PNG

Varmahjól hefur betri nýtni en bæði vökvaendurvinnsla og víxlendurvinnsla en með varmahjóli smitast eilítið af útsogsloftinu yfir í innblástursloft og þess vegna hentar vökvaendurvinnsla og víxlendurvinnsla betur til dæmis með eldhúsútsogi.