Smíði stjórnskáps

From
Revision as of 10:43, 7 February 2023 by Kristjan (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Uppsetning stjórnskáps

Stjórnskápur hýsir iðntölvuna og annan búnað sem tengist stýrikerfinu s.s. spennugjafa, segulliða, raðtengi og fleira. Við smíði stjórnskáps er að mörgu að huga til þess að uppsetning, rekstur og viðhald kerfisins verði sem best. Vel smíðaður skápur er snyrtilegur, aðgengilegur og skiljanlegur og skápurinn á að veita iðntölvunni og öðrum stjórnbúnaði ákjósanleg umhverfisskilyrði.

Ytra byrði

Framhlið stjórnskáps

Hurðir

Minni stjórnskápar hafa flestir eina hurð en stærri skápar tvær hurðir. Hafa þarf í huga að rýmið sem skápurinn verður í getur verið þröngt og ómögulegt að opna stóra hurð. Þá getur þurft að setja upp skáp með tvær minni hurðir eða koma skápnum fyrir annars staðar.

Skjár

Í mörgum stjórnskápum er skjástöð í hurðinni sem gefur notendum einfalt og aðgengilegt viðmót við stýrikerfið. Skjárinn á að vera í hentugri vinnuhæð, t.d. 160 cm yfir gólfi.

Rofar og ljós

Algengt er að rofar, snerlar og gaumljós séu í hurð stjórnskáps. Þessi tæki eiga líka að vera í hentugri vinnuhæð, gjarnan fyrir neðan skjá ef hann er í töflunni.

Strengnipplar

Strengnipplar þétta inntök strengja í stjórnskáp og veita togfestu. Staðsetning nipplanna ætti að stemma við legu strengja að skápnum, t.d. að ofan eða á hlið skáps.

Kæling/loftræsing

Iðntölvur og annar stjórnbúnaður þolir talsverðar breytingar í umhverfisaðstæðum (hiti, raki) en til þess að lengja líftíma búnaðarins er best að halda ca. stofuhita í stjórnskápnum. Ýmiss stjórnbúnaður gefur frá sér talsverðan varma og í stærri töflum ætti þess vegna að leiða varmann í burtu. Þetta er hægt að vera t.d. með ristum neðst og efst í skáp og jafnvel með útsogsviftu á efri rist. Koma þarf fyrir loftsíu í ristunum til þess að koma í veg fyrir að ryk dragist inn í skápinn.

Ef skápurinn stendur í heitu rými fæst lítil kæling fyrir skápinn með lofti úr rýminu. Í slíkum tilfellum ætti að leggja grannan loftræsistokk að skápnum og blása lofti að neðan inn í skápinn og hleypa loftinu út að ofan.

Ef skápurinn er í rými með miklu ryki þarf að halda yfirþrýstingi á skápnum þannig að ryk haldist frá honum. Yfirþrýstingur fæst með loftræsistokk að skápnum (sjá síðustu línu).


Botnplata og annað innra byrði

Botnplata stjórnskáps

Höfuðrofi

Vírarennur

Raðtengi

Skermtengi

Hjálparliðar

Spennugjafar

Vör

Mótorsjálfrofar

Hvaðan kemur strengur inn

Hvernig tengt inn á raðtengi

Aðrir punktar


Staðsetning iðntölvu

Tryggja þarf loftflæði í gegnum iðntölvuna

Iðntölva hitnar þegar hún er í rekstri og þess vegna þarf að tryggja nauðsynlega loftun. Þá þarf að gæta að því hvernig hún er gerð og hvar loftunarraufar eru á henni. Iðntölvuna skal setja á DIN-skinnu í þannig stöðu að lóðréttur loftstraumur geti runnið óhindrað í gegnum hana.