Viðbrögð við bilunum

From
Revision as of 12:41, 17 October 2022 by Kristjan (talk | contribs) (Iðntölva leysir ekki verkefni sín)
Jump to: navigation, search

Straumleysi

Ef straumur fer af kerfinu hættir það að vinna en þegar rafmagn kemur á að nýju fer kerfið sjálft af stað aftur. Þó er ráðlegt að yfirfara öll kerfi eftir straumleysi til að ganga úr skugga um að þau hegði sér rétt og að mæligildi séu rétt.

Tölva frýs

Ef kerfiráður frýs skal hann endurræstur. Ef ekki er hægt að endurræsa með hefðbundnum aðferðum skal halda ræsitakka tölvunnar inni í 5 sekúndur þar til tölvan slekkur á sér. Þá er hægt að ræsa hana aftur.

Kerfi óáreiðanlegt

Ef kerfi hegðar sér ófyrirsjáanlega eða nær ekki réttri stöðu er gott að nota kerfismynd á kerfiráði til aðstoðar við greiningu vandamálsins. Ef vandamálið er t.d. of lágur hiti þarf að athuga:

  1. Hvert er óskgildi hitans? Stemmir það við hitastigið skv. kerfiráð?
  2. Hvert er hitastigið skv. kerfiráð? Stemmir það við raunverulegt gildi á hitanema?
  3. Hvert er stýrimerki á stjórnloka skv. kerfiráð? Stemmir það við raunverulega stöðu mótorloka?
  4. Rennur heitt vatn um mótorlokann? Eru handlokar opnir?

Með þessari nálgun er oft hægt að komast að rótum vandans og spara tíma og fyrirhöfn.

Iðntölva leysir ekki verkefni sín

Táknræn mynd af iðntölvu með inngöngum og útgöngum

Iðntölvan hefur eigin varnarkerfi og við frávik t.d. í spennufæðingu (spennuflökt) getur hún hætt að keyra forritið sitt. Þá fer hún úr RUN ham í STOP. Þetta sést á gaumljósum framan á iðntölvunni (sjá mynd til hliðar):

  • PWR: Spennufæðing til iðntölvunnar er í lagi
  • RUN: Iðntölvan er að keyra forritið sitt og er í lagi
  • ERR: Villa hefur komið upp í iðntölvunni eða einingum hennar

Ef græna ljósið á PWR logar en ekkert RUN-ljós þá er hægt að nota RUN/TERM/STOP rofann til að þvinga iðntölvuna í gang. Þetta er gert með því að færa rofann í RUN-stöðu og aftur í TERM. TERM þýðir að iðntölvan fylgir skipunum frá forritunarhugbúnaði og þetta er yfirleitt rétta staðan fyrir rofann.

Aðrar bilanir

Viðbrögð við öðrum viðvörunum sem koma upp í kerfinu eru sýnd í viðvaranaglugga kerfiráðsins. Ef ástæða bilunar er óljós skal haft samband við verktaka tölvustýringar.