Uppsetning netkerfis

From
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Tenging tækja við netkerfi (tækninet) og áfram til kerfiráðar. IP-tölur eru aðeins til útskýringar.

Inngangur

Stjórnbúnaður er gjarnan hafður á sýndarneti og næst þannig aðskilnaður á milli efri laga upplýsingakerfa (IT) og neðri laga tæknikerfa (OT). Kerfiráðurinn er tölvuþjónn (oft á sýndarvél) sem oft er skilgreindur sem hluti af IT-kerfinu. Á OT netinu eru kerfi sem hafa TCP/IP viðmót eins og t.d. iðntölvur, loftræsisamstæður, kælivélar og varmadælur, myndavélakerfi og brunaviðvörunarkerfi.

Öll tæki sem tengjast inn á OT-netið þurfa að fá sína eigin föstu IP-tölu.

Port opnun

Ef IT-net og OT-net eru aðskilin þarf að tryggja að eftirfarandi port séu opin í eldvegg milli kerfiráðar og tækjanets:

  • HTTP: 80 og 8080
  • HTTPS: 443
  • GenBroker: 38080
  • Modbus TCP: 502
  • PLC samskipti: 28784

VPN tenging verktaka

Við gangsetningu og eftirfylgni kerfa er æskilegt að Iðnaðartækni fá VPN aðgang þannig að hægt sé að vinna bæði á kerfiráði (gegnum Remote Desktop) og beint á iðntölvu frá skrifstofu. Með slíkum aðgangi eru möguleikar til breytinga, prófana og bilunargreiningar miklu betri en ella. Fyrir tíma VPN var gangsetningarvinna þunglamalegri og krafðist oft mikilla ferðalaga en nú til dags geta sérfræðingar Iðnaðartækni tengt sig beint inn á kerfi þegar upp koma spurningar eða athugasemdir og hægt er að leiðbeina eða leiðrétta eftir því sem við á.