Stafræn og hliðræn merki

From
Revision as of 14:49, 22 August 2022 by Kristjan (talk | contribs)
Jump to: navigation, search
Tenging stafræns merkis frá þrýstiliða
Tenging stýringar til hliðræns stjórnloka
Tengingar á stýrimerkjum til og frá mótor. Stafrænir inngangar eru notaðir til að ræsa dælu, stafrænir útgangar til eftirlits og hliðrænn inngangur til stýringar á snúningshraða

Stýrimerki til og frá iðntölvu eru yfirleitt tengd við jaðartæki með rafmagnsstrengjum. Þetta eru stundum kölluð harðvíruð merki eða I/O (æjó - Input/Output) merki. Inngangsmerki til iðntölvu segja til um stöðu jaðartækja en útgangsmerki frá iðntölvu gefa skipanir til jaðartækja.

Stafræn merki - Digital

Stafræn merki (digital) hafa þann eiginleika að vera annað hvort á eða af. Einfalt dæmi um stafrænt inngangsmerki er AF/Á rofi í töflu sem hefur eina og aðeins eina stöðu. Frá slíkum rofa er tengt inn á iðntölvu og hún skynjar hvort notandi vilji að kerfið sé í gangi eða ekki. Fjölmörg önnur dæmi er að finna í flestum kerfum þar sem eru t.d. mismunaþrýstiliðar yfir síu (sía hrein eða óhrein) eða hitaliði í vatnsrás (vatn yfir eða undir mörkum). Stafræn inngangsmerki hafa með öðrum orðum litla upplausn.

Stafræn merki geta einnig farið frá iðntölvu til að stýra jaðartækjum. Dæmi um stafræn útgangsmerki eru ræsing á dælu og opnun á tvístöðuloka.

Hliðræn merki - Analog

Hliðræn inngangsmerki eru t.d. hitanemar, þrýstinemar og CO2 nemar. Slík jaðartæki gefa nákvæmar upplýsingar um stöðu í kerfinu og þessar upplýsingar eru notaðar bæði til reglunar og eftirlits.

Hliðræn útgangsmerki eru notuð t.d. til stýringar á opnun stjórnloka (hversu mikið magn heits vatns á að fara í vatnsrás) og stýringar á snúningshraða mótors. Hliðræn útgangsmerki eru ásamt hliðrænum inngangsmerkjum notuð til reglunar.