Reglun

From
Revision as of 09:38, 20 March 2023 by Kristjan (talk | contribs) (Created page with "Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi)...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi) og breytir stýrimerki til þess að halda raungildi í óskgildinu. Dæmi

    • Hiti í hitahringrás sem stýrt er með stjórnloka
    • Þrýstingur í loftræsistokk sem stýrt er með hraðastýrðum blásara
    • Hiti í loftræsistokk sem stýrt er með stjórnloka á eftirhitara

Reglirinn ber saman óskgildi og raungildi og notar mismun þessara stærða til að breyta útgangi sínum. Útgangurinn (oftast hliðrænn útgangur) stýrir svo viðkomandi jaðartæki sem gefur orku inn í ferlið.