Difference between revisions of "Reglun"

From
Jump to: navigation, search
(Created page with "Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi)...")
 
Line 1: Line 1:
Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi) og breytir stýrimerki til þess að halda raungildi í óskgildinu. Dæmi
+
Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi) og breytir stýrimerki til þess að halda raungildi í óskgildinu.
** Hiti í hitahringrás sem stýrt er með stjórnloka
 
** Þrýstingur í loftræsistokk sem stýrt er með hraðastýrðum blásara
 
** Hiti í loftræsistokk sem stýrt er með stjórnloka á eftirhitara
 
  
Reglirinn ber saman óskgildi og raungildi og notar mismun þessara stærða til að breyta útgangi sínum. Útgangurinn (oftast hliðrænn útgangur) stýrir svo viðkomandi jaðartæki sem gefur orku inn í ferlið.
+
Dæmi:
 +
* Hiti í hitahringrás sem stýrt er með stjórnloka
 +
* Þrýstingur í loftræsistokk sem stýrt er með hraðastýrðum blásara
 +
* Hiti í loftræsistokk sem stýrt er með stjórnloka á eftirhitara
 +
 
 +
Reglar af þessu tagi eru oft kallaðir PID-reglar (Proportional - Integral - Derivative) en ekki eru alltaf notaðar allar aðgerðir í reglinum. Algengt er að aðeins séu notaðar P og I aðgerðir reglisins, þá er reglirinn í raun PI-reglir. Ekki er farið nánar í innviði regla á þessari síðu, þeir sem hafa sérlegan áhuga á dýpri pælingum um þetta efni geta fundið meiri upplýsingar annars staðar á veraldarvefnum.
 +
 
 +
Til þess að skilja kerfið sem maður hefur umsjón með er nytsamlegt að kunna aðeins um virkni regla.
 +
<br clear=all>
 +
 
 +
== Nánari skýring ==
 +
[[File:Reglir01.PNG|right|500px]]
 +
Reglir ber saman óskgildi og raungildi og notar mismun þessara stærða til að breyta útgangi sínum. Útgangurinn (oftast hliðrænn útgangur) stýrir svo viðkomandi jaðartæki sem gefur orku inn í ferlið.
 +
 
 +
Hér til hliðar eru sýndir tveir reglar fyrir innblástur í loftræsikerfi.
 +
 
 +
* '''Efri reglirinn''' heldur föstum hita á innblásturslofti. Reglirinn les inn raungildi frá hitanema í innblástursstokki og óskgildi fyrir þennan nema. Reglirinn gefur svo út stýrimerki til eftirhitara þannig að hitastigið haldist í óskgildi.
 +
 
 +
* '''Neðri reglirinn''' samanstendur í raun af tveimur undirreglum (raðreglun - cascade control). Þessi reglir heldur föstum hita í rýminu og breytir innblásturshitanum til að halda þessu. Fyrri undirreglirinn ber hitastig rýmisins saman við óskgildi rýmisins og sendir frá sér óskgildi fyrir innblásturshitann. Óskgildi fyrir innblásturshitann er klemmt á milli efri og neðri marka til þess að koma í veg fyrir óhóflega kalt eða heit loft í innblæstri. Næsti undirreglir ber saman óskgildið frá fyrri undirreglinum við hitastig í innblæstrinum og getur svo út stýrimerki til eftirhitara til að halda hitastiginu í óskgildi frá fyrri reglinum.
 +
 
 +
Reglar eru stilltir af sérfræðingum Iðnaðartækni við gangsetningu kerfa. Reglarnir eru stillir til þess að vera stöðugir og þannig að þeir svari sem fljótast án þess þó að þeir skjóti langt yfir eða undir mark. En vegna þessara krafna getur tekið nokkurn tíma fyrir regli að ná sínu óskgildi og stundum þarf að sýna þolinmæði eftir að óskgildi hefur verið breytt áður en ferlið nær réttu gildi.
 +
 
 +
== Óstöðugir reglar ==
 +
Þegar kerfi hefur verið í rekstri í einhvern tíma sjást stundum sveiflur eða annar óstöðugleiki í reglum. Þetta sést vel við skoðun á síritun kerfis. Ástæða þessa getur verið að kerfið er undir öðru álag heldur en við gangsetningu. Þannig getur t.d. hitahringrás verið miklu meira notuð eða haft mikla notkun í stuttan tíma í einu. Þá getur þurft að stilla regla aftur til að þeir fylgi betur raunverulegum rekstrarskilyrðum.

Revision as of 10:01, 20 March 2023

Reglun er notuð í stýritækni til að viðhalda réttu ástandi í einhverju ferli. Reglir er reikniaðgerð í stýrikerfinu sem les inn forsendur (óskgildi og raungildi) og breytir stýrimerki til þess að halda raungildi í óskgildinu.

Dæmi:

  • Hiti í hitahringrás sem stýrt er með stjórnloka
  • Þrýstingur í loftræsistokk sem stýrt er með hraðastýrðum blásara
  • Hiti í loftræsistokk sem stýrt er með stjórnloka á eftirhitara

Reglar af þessu tagi eru oft kallaðir PID-reglar (Proportional - Integral - Derivative) en ekki eru alltaf notaðar allar aðgerðir í reglinum. Algengt er að aðeins séu notaðar P og I aðgerðir reglisins, þá er reglirinn í raun PI-reglir. Ekki er farið nánar í innviði regla á þessari síðu, þeir sem hafa sérlegan áhuga á dýpri pælingum um þetta efni geta fundið meiri upplýsingar annars staðar á veraldarvefnum.

Til þess að skilja kerfið sem maður hefur umsjón með er nytsamlegt að kunna aðeins um virkni regla.

Nánari skýring

Reglir01.PNG

Reglir ber saman óskgildi og raungildi og notar mismun þessara stærða til að breyta útgangi sínum. Útgangurinn (oftast hliðrænn útgangur) stýrir svo viðkomandi jaðartæki sem gefur orku inn í ferlið.

Hér til hliðar eru sýndir tveir reglar fyrir innblástur í loftræsikerfi.

  • Efri reglirinn heldur föstum hita á innblásturslofti. Reglirinn les inn raungildi frá hitanema í innblástursstokki og óskgildi fyrir þennan nema. Reglirinn gefur svo út stýrimerki til eftirhitara þannig að hitastigið haldist í óskgildi.
  • Neðri reglirinn samanstendur í raun af tveimur undirreglum (raðreglun - cascade control). Þessi reglir heldur föstum hita í rýminu og breytir innblásturshitanum til að halda þessu. Fyrri undirreglirinn ber hitastig rýmisins saman við óskgildi rýmisins og sendir frá sér óskgildi fyrir innblásturshitann. Óskgildi fyrir innblásturshitann er klemmt á milli efri og neðri marka til þess að koma í veg fyrir óhóflega kalt eða heit loft í innblæstri. Næsti undirreglir ber saman óskgildið frá fyrri undirreglinum við hitastig í innblæstrinum og getur svo út stýrimerki til eftirhitara til að halda hitastiginu í óskgildi frá fyrri reglinum.

Reglar eru stilltir af sérfræðingum Iðnaðartækni við gangsetningu kerfa. Reglarnir eru stillir til þess að vera stöðugir og þannig að þeir svari sem fljótast án þess þó að þeir skjóti langt yfir eða undir mark. En vegna þessara krafna getur tekið nokkurn tíma fyrir regli að ná sínu óskgildi og stundum þarf að sýna þolinmæði eftir að óskgildi hefur verið breytt áður en ferlið nær réttu gildi.

Óstöðugir reglar

Þegar kerfi hefur verið í rekstri í einhvern tíma sjást stundum sveiflur eða annar óstöðugleiki í reglum. Þetta sést vel við skoðun á síritun kerfis. Ástæða þessa getur verið að kerfið er undir öðru álag heldur en við gangsetningu. Þannig getur t.d. hitahringrás verið miklu meira notuð eða haft mikla notkun í stuttan tíma í einu. Þá getur þurft að stilla regla aftur til að þeir fylgi betur raunverulegum rekstrarskilyrðum.