Difference between revisions of "Neysluvatnskerfi"
(→Hitastig) |
|||
Line 3: | Line 3: | ||
== Hitastig == | == Hitastig == | ||
− | Í [https://www.byggingarreglugerd.is/?hluti=15&kafli=5&grein=10#table-of-contents byggingarreglugerð, grein 14.5.10] er fjallað um hitastig í neysluvatnskerfum. Þetta er fróðleg lesning og mikilvæg þekking fyrir þá sem reka neysluvatnskerfi. | + | Algengt er að grunnkerfi neysluvatns viðhaldi 65 gráðu heitu vatni í hringrás en þennan hita þarf að beisla rétt við töppunarstaði. Þannig er eðlilegur hiti við töppunarstaði kringum 40 gráður. Í [https://www.byggingarreglugerd.is/?hluti=15&kafli=5&grein=10#table-of-contents byggingarreglugerð, grein 14.5.10] er fjallað um hitastig í neysluvatnskerfum. Þetta er fróðleg lesning og mikilvæg þekking fyrir þá sem reka neysluvatnskerfi. |
== Stýring == | == Stýring == |
Revision as of 13:21, 7 March 2024
Kerfi fyrir heitt neysluvatn eru yfirleitt byggð upp þannig að kalt vatn frá inntaki er hitað upp í varmaskipti, dælt um hringrás og settir upp töppunarstaðir á hringrásinni þar sem heita vatnið er notað. Með því að keyra hringrás á neysluvatninu er tryggður styttri tími þar til notandi fær heitt vatn á sínum töppunarstað. Þegar heitt vatn er notað þá fellur þrýstingur í hringrásinni, kalda vatnið fyllir á hringrásina og er hitað upp í óskgildi.
Hitastig
Algengt er að grunnkerfi neysluvatns viðhaldi 65 gráðu heitu vatni í hringrás en þennan hita þarf að beisla rétt við töppunarstaði. Þannig er eðlilegur hiti við töppunarstaði kringum 40 gráður. Í byggingarreglugerð, grein 14.5.10 er fjallað um hitastig í neysluvatnskerfum. Þetta er fróðleg lesning og mikilvæg þekking fyrir þá sem reka neysluvatnskerfi.
Stýring
Á meðan engin notkun er á heitu vatni þá nær hringrásin jafnvægi í hita og ekki rennur meira kalt vatn inn á hringrásina. Um leið og heitt vatn er notað þá er það tekið út úr hringrásinni og kalt vatn kemur inn í staðinn. Stjórnlokinn á varmaskiptinum er þá notaður til að stýra heitu vatni inn á varmaskiptinn með það fyrir augum að halda föstum hita í tanki og/eða framrás.
Safntankar
Yfirleitt eru settir upp safntankar í hringrásinni. Slíkir tankar þjóna því hlutverki að dempa sveiflur sem verða við notkun á heitu neysluvatni og þannig á hitastig í hringrásinni að haldast tiltölulega stöðugt. Ef ekki er safntankur í neysluvatnskerfi þá getur stýrikerfið átt erfitt með að bregðast við skyndilegri mikilli notkun, stjórnlokinn getur verið nokkuð tregur og nær þá ekki að svara skyndilega aukinni varmaþörf og án safntanks er of lítið vatnsmagn í hringrásinni til að þjóna mikilli notkun.
Yfirhitavörn
Oft er sett upp yfirhitavörn í neysluvatnskerfum til þess að tryggja að neysluvatnið verði ekki hættulega heitt. Þetta er gert með hitaliða (stafrænt merki) eða hitanema (hliðrænt merki) í framrás neysluvatnskerfisins og þegar hann fer yfir innstillt viðvörunarmörk þá er segulloka á hitaveitulögninni lokað. Að öllu jöfnu ætti stjórnlokinn að tryggja rétt hitastig en aðskilin virkni með yfirhitavörn veitir aukalega tryggingu gegn því að hættulegt ástand verði í neysluvatnskerfinu.
Óskgildi í neysluvatnskerfum er gjarnan haft ca. 60 gráður. Ekki er æskilegt að lækka óskgildið niður fyrir 60 gráður því þá geta myndast kjöraðstæður fyrir hermannaveiki (legionella) í hringrásinni. Ef legionellabakteríur fá að fjölga sér of mikið í neysluvatni getur vatnið orðið hættulegt þeim sem eru veikir fyrir og á þetta sérstaklega við þar sem heita vatnið ýrist/úðast, t.d. í sturtum. Sjá nánar í grein um hermannaveiki á Vísindavefnum.