Difference between revisions of "Loftgæðastýring"

From
Jump to: navigation, search
(Mæling loftgæða)
(Mæling loftgæða)
Line 1: Line 1:
 
[[File:Co2_levels.jpg|right|500px|Áhrif CO2 á heilsu og líðan]]
 
[[File:Co2_levels.jpg|right|500px|Áhrif CO2 á heilsu og líðan]]
 
== Mæling loftgæða ==
 
== Mæling loftgæða ==
Loftgæði í rýmum þar sem fólk dvelur eru yfirleitt mæld í mettun koltvísýrings (CO<sub>2</sub>). Hreint loft inniheldur u.þ.b. 400 ppm CO<sub>2</sub> og algengt er að skrifstofurými fari upp undir 1000 ppm í notkun, jafnvel hærra. Þetta hefur neikvæð áhrif á heilsu og líðan en hægt er að hafa áhrif til hins betra með loftræsingu.
+
Loftgæði í rýmum þar sem fólk dvelur eru yfirleitt mæld í mettun koltvísýrings (CO<sub>2</sub>) því við öndum frá okkur koltvísýringi og mettun þessarar lofttegundar gefur til kynna notkunarálag rýmis. Hreint loft inniheldur u.þ.b. 400 ppm CO<sub>2</sub> og algengt er að skrifstofurými fari upp undir 1000 ppm í notkun, jafnvel hærra. Þetta hefur neikvæð áhrif á heilsu og líðan en hægt er að hafa áhrif til hins betra með loftræsingu.
  
 
== Stýring loftgæða ==
 
== Stýring loftgæða ==

Revision as of 22:39, 10 November 2022

Áhrif CO2 á heilsu og líðan

Mæling loftgæða

Loftgæði í rýmum þar sem fólk dvelur eru yfirleitt mæld í mettun koltvísýrings (CO2) því við öndum frá okkur koltvísýringi og mettun þessarar lofttegundar gefur til kynna notkunarálag rýmis. Hreint loft inniheldur u.þ.b. 400 ppm CO2 og algengt er að skrifstofurými fari upp undir 1000 ppm í notkun, jafnvel hærra. Þetta hefur neikvæð áhrif á heilsu og líðan en hægt er að hafa áhrif til hins betra með loftræsingu.

Stýring loftgæða

Einfaldasta og ódýrasta leiðin til að halda loftgæðum viðunandi er að opna glugga en þetta er ekki hentugt í öllum tilfellum og þetta getur aukið hitunarkostnað.

Með vélrænni loftræsingu eru ákveðin loftskipti tryggð, fersklofti er dælt inn í rými og staðið/notað/óhreint loft fjarlægt. Þetta dugir ágætlega í mörgum tilfellum en nægir þó ekki til í húsnæði þar sem notkunarálag er mjög breytilegt, t.d. í fundarherbergjum. Í slíkum tilfellum er hægt að stýra loftmagni með flæðilokum og er þá loftmagn til/frá rými aukið þegar CO2 nemar í viðkomandi rými skynja aukna CO2-mettun. Með þessu móti er einnig dregið úr orkunotkun með því að herbergi sem ekki eru í notkun kalla hvorki á loft né hitun, þ.e.a.s. blásarar geta keyrt hægar og upphitunarkerfi þarf minni orku þegar minna fersklofti er dælt inn í rými.